Mánudagur, 2. apríl 2007
fyrsta færslan úr nýja húsinu :)
Já LOKSINS fengum við netið hér í Albert Dams Vej nú farið þið að fá aftur reglulega færslu hér inn og brátt koma myndir
við kláruðum að þrífa og mála í Dalsvinget á laugardaginn , Margrét var hjá Jóhönnu vinkonu sinni allan daginn og við bara unnum og unnum og mikið var nú gott að geta verið hér heima í gær og dúllast í góða veðrinu. Margrét var úti að leika allan daginn með Ceciliu vinkonu sinni úr bekknum sem býr hér í götunni og svo fór hún með þeim niður á höfn sem henni fannst njög gaman. Við hjónin nýttum daginn í að taka úr kössum og gera kósý hér hjá okkur og er þetta nú allt að koma, það er komin smá (sósu) stíll á þetta eins og Kristinn sagði í gær og var hann ánægður með útkomuna
en ég (ragna ) er jú kölluð Sósa af minni fjölskyldu HE HE Við mæðgur sváfum svo til 10 í morgun og ætlum svo að kíkja í bæinn ég ætla að reyna að finna mér eitthvað að vera í í brúðkaupinu í Maí
svo áað reyna að finna strigaskó á skottuna sem gengur nú ekki of vel því hún hefur sínar hugmyndir HIHI nei nei við finnum einhverja í dag
svo eigum við að afhenta lyklana í dag og verður það gott að ljúka því af. En nú ætla ég að fara að græja mig í föt og fara í byen með prinsessunni minni ,það er enn voða gott veður hjá okkur svo það verður pils í dag og leggings sem keiptar voru í gær HIHI svo vantar bara að finna sér sólgleraugu HAHA
mínus hattur samt
bið að heilsa öllum bæjó
Athugasemdir
Hæhæ Til hamingju með að vera flutt í nýja húsið
Vonandi mun ykkur líka mjög vel þar. Kveðja Harpa og Co.
Harpa Kristín (IP-tala skráð) 2.4.2007 kl. 12:52
Það er gaman að sjá og gott að vita af ykkur reglulegar aftur. Við sendum bara kuldalegar kveðjur úr Reykjavíkinni og hlökkum til að koma í heimsókn í sólskinsborgina Silkeborg aftur.
Sigfús Örn (IP-tala skráð) 2.4.2007 kl. 20:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.