Miðvikudagur, 7. júní 2006
Reynt að koma sér fyrir!!!
Núna er 7júní og við erum búinn að vera á fullu að koma okkur fyrir hérna í litla húsinu okkar. Við erum búin að tæma flesta kassana og setja upp myndir á all flesta veggi. Við tókum svo til og gerðum klárt fyrir fyrstu heimsóknina sem við fengum. Tóta og Halli mættu hérna á sunnudaginn (Hvítasunnudag) með Karin og Tobi(Systir Halla frá Þýskal.) . Þau komu alla leið frá Hanne Strand sem er á vesturströnd Danmerkur. Þau voru búinn að vera þar í nokkra daga og voru feginn að komast úr kuldanum við ströndina til hitans og hlýjunar hérna hjá okkur. Það var um 18c hiti hérna alla helgina og er enn þokkalega hlýtt núna í miðri viku. Ekki er verra að það er spáð um 25c laugardag og eitthvað fram í næstu viku.
Við borðuðum afmæliskvöldverð og fengum okkur svo köku í tilefni þess að fyrsti fjölskyldumeðlimurinn átti afmæli hérna í DK. Hún Ragna varð einu ári eldri og betri. Við fórum svo í góðan göngutúr í skóginum okkar sem er hérna við hliðina á húsinu. Við urðum heldur betur skúffuð þegar við gengum í gegnum rjóður á leiðinni og stóðum allt í einu andspænis dádýri sem var ekkert að amast við að einhver var að trufla matartíman hjá því (við vorum ekki með myndavélina).
Ekki fannst Margréti það neitt leiðinlegt né að fá að kenna Bangsa að skila dótinu sem við vorum að leika okkur með. Hann á erfitt með að skilja hvernig henda-sækja gengur fyrir sig. Hann var samt fínn í göngutúrnum með nýtt beisli sem aftrar honum frá því að streða þegar hann gengur.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.