NÓG AÐ GERA

já nú er sko nóg að gera hjá okkur, ég (Ragna) er búin að vera að vinna síðustu 2 vikur en nú erum við mæðgur komnar í páskafrí til 10 apríl og verður það frí notað vel Wink ég verð svo allavega 2 vikur eftir páska í vinnu hvern dag. Við erum núna að mála hér í Dalsvinget . Þetta er allt að taka enda hjá okkur en við eigum að afhenta á mánudaginn og getum við ekki beðið eftir að afhenta Wink Kristinn verður næstu viku hér í Silkeborg og viku eftir páska líka. Við ætlum að hitta Lisbet og Co um páskana og verður það eflaust mjög fínt. Munum við nú gefa krökkunum sitthvort íslenska páskaeggið enn tengda pabbi sendi okkur eitt stykki pappakassa af páskaeggjum en Margrét hafði beðið hann um að senda sér eitt slíkt en við fengum um 16 stk egg af öllum stærðum og gerðum  GrinSvo á nú bara að njóta þess að vera í fríi og njóta veðurblíðunnar en í dag var 18c og sól og á veðrið að leika við okkur áfram eithvað fram í næstu viku. Við mæðgur ætlum nú eitthvað að kíkja í bæinn í næstu viku kannski við skellum okkur bara inní Aarhus enn það kemur í ljós hvað við gerum. 

Við förum í fermingu 6 maí hjá stráknum hennar lisbet og svo erum við búin að festa okkur miða á klakann þann 10 maí og verðum fram til 21 maí og þá vonumst við til að geta hitt sem flesta Smile Lisbet ætlar að passa BANGSA svo að hann mun hafa það fínt á meðan Wink 

Jæja nú ætlum við að bruna á MCann og fá okkur að borða erum ÖLL þreytt eftir vikuna og það á að slaka á í kvöld og safna kröftum fyrir morgun daginn þá á að reyna að klára hér í Dalsvinget Wink en ef það næst ekki þá höfum við sunnudaginn uppá að hlaupa Wink 

En hafið það sem best og við skrifum fljótt aftur nú förum við að nettengjast í Albert Dams Vej Smile

Sólarkveðja frá okkur öllum hér í danaveldinu Cool


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Héðan af Selfossi er allt gott að frétta.  Við tókum okkur smá pásu frá brúðkaupsundirbúningi þessa helgina.  Það er aðeins farið að hlýna og við skelltum okkur í 2 klst hjólatúr upp á golfvöll og aðeins í sveitina í kring.  Það er einhver að flytja inn í húsið við hliðina á okkur loksins.  Við höfum ekki enn hitt á viðkomandi en við erum búin að sjá að þau eiga hund.  Í gær var heilmikið stúss í kringum hit6avatnslagnirnar því það fór að leka inn í bílskúr.  Jói Matti frændi kom og lagaði lekan og það urðu litlar sem engar skemmdir. Í kvöld var bara afslöppun, Grímur er að horfa á Matrix myndirnar og ég eldaði einhvern voða fínan saltfiskrétt og er að fara að föndra.

Bestu Kveðjur Dögg

Dögg (IP-tala skráð) 1.4.2007 kl. 20:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband