Sunnudagur, 18. mars 2007
Jæja flutningarnir gengu vel :)
já núna erum við flutt,þetta gekk rosa vel og voru þetta allt í allt 7 HIACE bílar smá dót sem við eigum. Erum núna að taka niður ljósin og restina af dótinu. Við sváfum öll vel í nótt og erum búin að koma okkur ágætlega fyrir
næstu daga er svo planið að þrífa hér og sparsla og mála
já það er semsagt nóg af vinnu eftir þó að við séum flutt. Okkur líst strax vel á okkur á nýja staðnum og lofar þetta bara góðu
Bangsi er alsæll með nýja staðinn og er búinn að merkja garðinn vel og vandlega
Kristinn ætlar svo að henda inn færslum hér úr vinnunni svo að þið fáið að fylgjast með.
Bestu kveðjur frá familiunni í nýja HÚSINU.
Athugasemdir
Hæ allir
Vekomin í nýjahúsið. Vonadi á ykkur eftir að líða vel þarna.
Kveðja Badda og Hauku
Badda og Haukur (IP-tala skráð) 18.3.2007 kl. 18:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.