JÆJA ÞÁ ER KOMIÐ AÐ FLUTNINGUM :)

Já já þá er laugardagurinn runninn upp og í dag á að flytja, við Kristinn tókum nú fullann sendibíl uppeftir í gær og erum búin að setja allt í skúffur og skápa í eldhúsniu Wink Margrét fór heim með Johönnu úr skólanum og svo hringdi mamma hennar og spurði hvort hún mætti ekki bara borða með þeim og hátta svo með krökkunum og horfa á DISNEYSJOV Smile þetta kom sér nátturlega mjög vel fyrir okkur og náðum við að gera alveg helling og náðum svo að versla og svo sóttum við skvísuna okkar kl:20, fórum með matinn uppí hús og svo heim og Margrét var enn í náttfötum frá Johönnu og skreið beint uppí rúm og bauð góða nótt ALVEG BÚIN Á ÞVÍ GREYIР

Svo ætlar Sigfús að koma um 11 leitið og þá verður allt sett á fullt ætlum að reyna að flytja sem mest í dag en samt ekki allt , það er allt í lagi að geyma smá hillur og dóterí fram í næstu viku, en allir stóru hlutirnir verða teknir í dag Wink 

Ég er svo búin að fá að vita að ég verð að vinna allavegana 2 næstu vikur og er búin að fá á blaði klukkan hvað á að mæta og hvað lengi, voða fínt að fá að vita þetta fyrirfram Wink EN ÞAÐ VERÐUR LAAAANGT NÚNA Á MILLI FÆRSLNA ÞAR SEM VIÐ FÁUM EKKI NETIÐ STRAX Í NÝJA HÚSINU EN VIÐ MUNUM NÚ TAKA TÖLVUNA HINGAÐ OG HENDA INN FÆRSLU ÖÐRU HVORU VIÐ HÖFUM JÚ AÐGANG AÐ NETINU HÉR FRAM TIL 1.APRIL Grin Svo þið verðið bara að vera þolinmóð meðan á þessu stendur Smile En ætli ég verði ekki að koma mér í startholurnar og henda restinni í kassa ..... bið að heilsa ykkur þar til næst InLove


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jæja, gleðilegan flutningsdag.Ég er enn að bíða eftir að mæðgurnar séu reddí, en við ættum að leggja af stað innan tíu mínútna (pínu sein). Gangi okkur bara vel að flytja hehe...

Sigfús Örn (IP-tala skráð) 17.3.2007 kl. 09:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband