Þriðjudagur, 13. mars 2007
MARGRÉT FÉKK HEILAHRISTING Í DAG :(
Já það á sko ekki af henni að ganga litlu skottuni, en í morgun var hún úti í löggu og bófa leik í frímínútum og viti menn hún hljóp á TRÉ, kennarinn hringdi í mig svo nokkru seinna og sagði að hún hefði það ekki svo gott dreif ég mig yfir og sá strax að hún var ekki OK. Þegar við komum útúr skólanum byrjaði hún að kasta upp og þá ákvað ég að láta líta á hana, tókum við TAXA á SKADESTUEN og er við vorum að skrá hana inn kastaði hún x2 upp var hún sett strax í rúm og blóðþrýstingsmæli skellt á hana ásamt súrefnismæli svo var tjekkað á henni á 15 min fresti og lýst í augun og hún spurð hvað hefði gerst og hvort hún viti hvar hún er og þar fram eftir götunum hún svaf í næstum 4 tíma en var svo vakin á 20 mín fresti til að athuga augun og blóðþrýsting, svo kom læknir og grandskoðaði hana og sagði að hún hefði fengið heilahristing en mætti fara heim en við þurfum að fylgjast með henni í nótt og ef hún fær aftur hausverk eða kastar upp eigum við að koma strax með hana aftur
já svona var semsagt dagurinn hjá okkur í dag hún er nú að fá smá lit í andlitið og sytur uppi en það gat hún alls ekki í dag svaf bara og svaf ég hef sjaldan séð hana svona þreytta
en sem betur fer var þetta nú ekki alvarlegur hristingur og hún verður heima á morgun og jafnar sig.
Annars er bara allt á fullu í húsinu og allt gengur vel þar , Kristinn er búinn að parketleggja og nú er bara ekki svo mikið eftir svo við munum flytja á laugardaginn
jæja ég ætla að fara að hugsa að snúllunni sem er núna með fína kúlu og sár á enninu
bæjó
Athugasemdir
æææææ greyið
þetta var ekki gott.
Vonandi verður hún ok í nótt og á morgun. Perla er búin að vera með 39 stiga hita og gubbuna. Þannig að hún er búin að sofa líka í allan dag.
Love Fanney
Fanney (IP-tala skráð) 13.3.2007 kl. 19:29
Leiðinlegt að heyra með litlu skvís, vonandi verður hún fljót að jafna sig. Okkur bráðvantar heimilisfangið í nýja húsinu ykkar til að senda ykkur boðskort í brúðkaupið. Gætuð þið sent okkur heimilisfangið á doggh@simnet.is
Dögg (IP-tala skráð) 13.3.2007 kl. 22:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.