Sunnudagur, 11. mars 2007
SUNNUDAGUR TIL SÆLU
Já þá er enn og aftur komin sunnudagur ótrúlegt hvað tíminn líður alltaf hratt. Ég fór nú ekki til Anitu í gær eins og planað var því að hún hefur verið að taka auka Næturvaktir svo að hún svaf í gær,Margrét fór í afmælið sem var haldið í svona einhverju HOPPULANDI og var það víst rosa fjör og var það BLÁ PANDA sem kom með mér heim, en þær voru allar málaðar í framan,svo fengu þær köku,popp ,pylsuhorn og sælgæti svo skruppum við mæðgur í FÖTEX og keiptum okkur nammi svo höfðum við kósýkvöld, vorum komnar í náttfötin og uppí sófa með nammi í skál kl:19 bara kósý eins og Margrét orðaði það Kristinn fór með lestinni til Aarhus um hádegið í gær og var hann á fundi hjá TOYOTA og út að borða og svo á tónleika með KIM LARSEN sem voru víst mjög skemmtilegir um 7000 manns og mikil stemning. Ég vissi nú ekki að hann væri SVONA vinsæll þessi KIM LARSEN
en hann er víst MJÖG vinsæll. Kristinn kom svo heim um 02:30 í ekki of frísku ástandi HA HA HA og því er spurning um heilsuna hjá honum í dag
en svona á það til að fara þegar frír bjór er í boði allt kvöldið og erfitt að segja NEI TAKK en það var nú bara bjór sem hann drakk svo það getur val verið að hann verði frískur eftir nægan svefn
en það kemur í ljós á eftir. Planið var að parketleggja Margrétar herbergi í dag og ég ætla að mála ganginn en ég ætla nú að sjá hvernig heilsan verður á bóndanum þegar hann vaknar hvort hann parketleggi í dag
smiðurinn ætti að hafa klárað í gær svo það verður gaman að sjá þegar við förum uppeftir á eftir
en nú ætla ég bráðum að hella uppá kaffi rista brauð og færa þreyttum manni morgunverð í rúmið EINS GOTT AÐ HANN HAFI MATARLYST HE HE HE
æi ég má ekki vera að stríða honum svona þetta er nú í fyrsta skiptið sem hann fer eitthvað út síðan við fluttum hingað út og það er jú brátt komið 1 ár síðan
ótrúlegt að það se bráðum komið HEILT ár okkur finnst við vera nýflutt hingað.
Jæja best að fara að gera eitthvað, njótið sunnudagsins
Athugasemdir
Oh ég skil nú kallinn rosa vel, enda átti ég sjálfur nokkuð erfiðan laugardag eftir afmælisveislu á föstudaginn. Svo varð maður að rífa sig upp og skella sér á einsog einn handboltaleik til að koma blóðinu á hreyfingu, mæli með því (nú eða fótboltinn er byrjaður að rúlla aftur líka). Góða heilsu og hún hlýtur nú að vera komin í lag þegar þetta er skrifað.
Sigfús Örn, Bylgja Dögg og Rakel Talía (IP-tala skráð) 11.3.2007 kl. 18:40
Ég var einmitt að hugsa það, ótrúlegt að þið eruð að vera búin að vera þarna í heilt ár. Ég hef ekkert hitt á þig á msn :( mitt er enn bilað heima, þannig að það er bara meðan ég er í vinnunni. Það er búið að ráða mig í köben :) eg veit.....ekki næsta hús, en við erum svo duglegar að við verðum duglegar að hittast og leyfa stelpunum að skiptast á að koma í heimsókn og svona, ekki satt? Við erum líka komin með húsnæði, 5 herbegja;) þannig I kan bare komme :) Verðum í bandi, Love Fanney
Fanney (IP-tala skráð) 12.3.2007 kl. 15:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.