LÆKNASTÚSS OG HÚSASTÚSS

Ég ætla nú að byrja á að þakka fyrir allar kveðjurnar Smile TAKK TAKK . 

Já í gær fórum við Margrét með rútunni til RANDERS en það tók rúman klukkutíma, svo lentum við á mjög fínum lækni sem er nú alveg sammála okkur um að þetta gangi ekki lengur hún er jú búin að vera með niðurgang stanslaust í 5 mánuði Frown EKKI GOTT hann skipulagði semsagt hellings rannsóknir í viðbót og voru teknar blóðprufur í gær og svo á að athuga með efnaskiptin í líkamanum, og hvort hún sé með eithverskonar ofnæmi, og svo eitthver MJÖG SPES rannsókn sem við þurfum að eyða degi í á sjúkrahúsinu í Aarhus og þar þurfa þeir að fá 3x nýjar afförrings prufur (hægða prufur)já ég veit það er kannski ekki huggulegt að lesa þetta en þetta er sem er næst á dagskrá og nú er bara að vona að það finnist hvað er í gangi og hægt sé að gera eitthvað fyrir hana Blush hún er orðin VERULEGA þreytt á þessu litla skinnið  Errm við vorum 2 klukkutíma í þessu stússi í gær og kiktum svo á búðarráp í kringlu í Randers og lyftum okkur aðeins upp eftir blóðprufurnar Wink  og eyddum smá pening þar.  Svo sótti Kristinn okkur og við brunuðum í IKEA   og versluðum smá þar . Svo lá leiðin uppí Hús og hittum við á smiðinn  þar og var hann búinn að saga gat í vegginn og svo í dag hitti ég hann aftur  og hann ætlar að stefna á að klára verkið á morgun eða hinn . En við erum búin að mála stofuna og svefnherbergið og skápinn hjá Margréti en það eru gamlir skápar og ákváðum við að lífga uppá þá við eigum eftir að mála hurðarnar á skápnum í okkar herbergi sem eru DÖKKBLÁAR núna ekki alvega að fýla það og þær verða hvítar. Við stefnum svo á að flytja inn þann 17 mars svo ef þú ert laus þá SIGFÚS þá myndum við gjarnan vilja fá aðstoð við flutningana Wink annars er bara allt á fullu ég var að vinna í dag til 15:30 fór svo í húsið og hitti á smiðinn og svo á að hvíla lúin bein í kveld enda verður ekki málað meira fyrr en smiðurinn er búinn. Jæja nú held ég að ég hafi ekki meir að segja í dag   Efins


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bjarni og Oddný komu í mat í kvöld og það var voða gaman að fá heimsókn. Annars snýst lífið nú að mestu um brúðkaup og brúðkaupsundirbúning.  Við erum búin að búa til gjafalista (Grímur var ekki alveg að fatta hvernig þetta virkaði), það er verið að sauma kjól á mig, við fundum fín föt handa Grími.  Svo er búið að bóka organista og söngvara og prest.......boðskortin eru í undirbúningi og verða send í næstu viku...... oooooog á morgun er fundur með Hótel Geysi

 Mjög mikið að gera!!!!

Dögg (IP-tala skráð) 6.3.2007 kl. 21:23

2 identicon

Verð laus, engin spurning. Bjöllum okkur bara saman þegar nær dregur. Annars er bloggið okkar víst mjög skemmtilegt lestrar í kvöld, svo ég mæli með því.

sigfús örn (IP-tala skráð) 6.3.2007 kl. 21:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband