HEJ ALLE SAMMEN

Jæja nú fáið þið smá bloggfærslu Wink Við erum byrjuð að mála í húsinu og erum nú bara nokkuð sátt við litavalið okkar Smile Húsið var TIPP TOPP þegar við fengum afhent, en þetta er 1.skipti sem ég tek við húsi eða íbúð og þarf ekki að byrja á að skrúbba allt hátt og lágt Grin MIKILL MUNUR. Svo skildu fyrri eigendur eftir ýmislegt handa okkur eins og stiga til að komast uppá háaloft, garðklippur allskyns parket bón og olíu, allskynstappa og aukahluti í eldhúsið og bara hitt og þetta. Svo á að eyða helginni uppí húsi og mála og mála en á fimmtudaginn fór ég um eitt leitið og teypaði allt í stofunni og okkar herbergi svo öll undirbúningsvinna er að mestu búinn. Svo kom smiðurinn sem ætlar að fylla uppí vegg og búa til hurð í öðrum vegg(það eina sem við gerum ekki sjálf) og ætlar hann að byrja á mánudaginn og þá getur Kristinn byrjað að parketleggja á miðvikudag eða fimmtudag, en já við fórum í gær og fjárfestum í parketi en það var á 50% afslætti svo að við ákváðum að kaupa á Margrétar herbergi og ganginn við fengum semsagt fm á 300dkr í staðinn fyrir 700dkr já þetta er frekar dýrt parket sem blessað fólkið valdi Gasp en þetta tilboð er bara um þessa helgi svo við stukkum af stað strax í gær og þetta var til á lager svo parketið er komið uppí hús.

Já ég var að vinna á BALLE BÖRNEHAVE á fimmtudag frá 9-13 og svo hringdi hún um 9 leitið í gærmorgun og bað mig um að koma sem fyrst ég var nú sofandi þegar hún hringdi svo að ég stökk á fætur skellti í mig mig morgunmat og hjólaði uppeftir var mætt 9:20 já ég var frekar snögg Tounge var ég svo til kl:15 og gekk þetta bara rosalega vel og féll ég bara strax inní hópinn Grin mér líst vel á þennan leikskóla og það tóku allir mjög vel á móti mér bæði starsmenn,börnin og foreldrarnir svo að þetta lítur bara vel út Wink hérna eru börnin með matarpakka með sér en hver deild eldar svo með börnunum einu sinni í viku og börnin eiga svo sína daga sem þau koma með bollur eða þessháttar handa allri deildinni sem þau fá svo í kaffinu semsagt hvert barn kemur með kaffimat af heiman ca einu sinni í mánuði. Þetta er nú soldið öðruvísi hér en heima en hér eru blandaðar deildarnar frá 3-6 ára og börnin fá að flakka á milli deilda í frjálsum leiktíma og það er ekki svona mikið planað hvað börnin eiga að gera eins og heima á íslandi þetta er allt miklu frjálsara og mér sýnist þetta ganga bara alveg mjög vel, það er nátturlega líka planað eins og ferðir útí bæ, leikfimistímar og þessháttar.

Ég og Margrét erum svo að fara til Randers á mánudaginn en hún á að mæta í tjekk á barnadeildinni og er ég frekar spennt að heyra hvað þau segja því þetta er ekki að ganga nógu vel hjá henni hún er með niðurgang næstum hvert skipti sem hún fer á WC og hvartar enn um verki Frown hún er semsagt búin að vera með í maganum síðan 6. okt svo að þetta er orðið frekar langdreigið og nú er bara að berja í borðið hjá læknunum og fá einhver SVÖR TAKK þetta gengur ekki svona FOR EVER við ætlum að taka rútuna og svo sækir Kristinn okkur eftir vinnu ég skal svo henda inn færslu hér á mánudagskveld Wink og þangað til segi ég bara GÓÐA HELGI og VERIÐ GÓÐ HVORT VIÐ ANNAÐ og já TAKK TAKK fyrir allt KVITTIÐ KissingInLove


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með þetta alltsaman. Gaman að heyra hvað þetta gengur vel hjá ykkur. Vona að flutningarnir gangi vel og að þið fáið einhver svör við fyrir Möggu litlu.

Kær kveðja frá upptekna fólkinu á Íslandi.

Grímur  Bróðir og Dögg.

Grímur (IP-tala skráð) 4.3.2007 kl. 16:16

2 identicon

Nú fer maður að kíkja hér við oftar, til að sjá hvernig framvindur öllum húsbyltingum og iðnaði í nýja húsinu. Bestu kveðjur úr Árósum.

Fjölskyldan Helsingforsgade 15

Sigfús Örn (IP-tala skráð) 5.3.2007 kl. 21:32

3 identicon

Til hamingju með nýja húsið , parketið og allt það. Þið eruð svo dugleg í þessu. Hlökkum til að sjá myndir.

Kv. Auðunn og Gerður

Ps. Oliver Nói sendir Margréti góða magastrauma með von um snöggann bata.

Auðunn og Gerður (IP-tala skráð) 6.3.2007 kl. 08:21

4 identicon

Hæ hæ, já ég segi það líka til hamingju með allt kjútípæs. Hlakka til að heyra fréttir af Margréti :) gengur ekki svona lengur með mallakút. Love Fanney

Fanney (IP-tala skráð) 6.3.2007 kl. 09:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband