Miðvikudagur, 28. febrúar 2007
ALLT AÐ GERAST :0)
Já nú eru hlutirnir farnir að gerast hér á þessum bæ VIÐ FÁUM HÚSIÐ OKKAR Í DAG NÁKVAMLEGA KL:15:30 AÐ ÍSLENSKUM TÍMA Erum við ógurlega spennt að fara að mála og gera fínt þar, og Margrét getur varla beðið eftir að komast í garðinn góða
en hér þar sem við búum núna er svoddan bílaumferð og menn úti að vinna uppi á þökum svo að hún hefur ekki getað verið mikið úti að leika með vinkonunum þegar þær koma í heimsókn
svo sagði Jóhanna í gær (hún kom aftur með okkur heim ) að í nýja húsinu er sko GÓÐUR garður og þar geta þær sko leikið alveg í friði (hún þekkir stelpuna sem bjó í húsinu) og var að reyna að hughreysta Margréti sem var frekar leið yfir að geta ekki verið úti
Já þetta verður sko miklu betra þar sagði Margrét þá ógurlega glöð
Svo fékk í hringingu frá BALLE BÖRNEHAVE og var beðin um að mæta til vinnu á morgun kl:9 þetta er fyrsta skiptið sem þær þurfa á mér að halda svo að ég er voða glöð yfir að fá að koma og prófa danskann leikskóla vona ég svo bara að ág fái fleirri hringingar
því ekki meika ég að sitja heima og gera ekki neitt þó svo að ég fái jú nóg af verkefnum næstu daga í húisnu ,een ég fæ jú ekki borgað fyrir það
en þetta reddast allt ég var líka ekki búin að segja ykkur að ég er búin að SÆKJA UM SKÓLA já þið lásuð rétt ég er búin að sækja um í sjúkraliðaskólanum hér í SILKEBORG og vona að ég komist þar inn og þá ætti ég að geta byrjað þar 1. JÚLÍ þetta er semsagt 18 mánaða nám og ég fæ 100.000 ísl. á mánuði í laun og 10.000 ísl.í bókastyrk á önn, svo það besta (fynnst mér) það er bara einu sinni próf , eða í lok námsins ekki í lok hvers áfanga eins og heima ,þetta hentar PRÓFSKREKK eins og mér rosa vel
en þetta á allt eftir að koma betur í ljós en þið megið alveg KROSSA FINGUR fyrir mig
EN nóg af blaðri í dag ætla að reyna að gera eitthvað hér heima bæ í bili og munið GESTABÓKINA KNÚS OG KRAM FAMILIEN Bjarnason
Athugasemdir
Sæl kæra fjölskylda, til hamingju með nýja húsið og vonandi á ykkur eftir að líða vel í því. Ég var að spá í að skreppa til ykkar og hjálpa ykkur að flytja aftur hehehe. Nei ekki þetta skiptið, Sorrý. Endilega kíkið í maí til okkar.Ég fer á fullt í að æfa mig að hella uppá kaffi því við Gerður drekkum ekki svoleiðis. Bragi og Sonja eru flutt frá okkur. Þau keyptu sér raðhús í Neðra-Breiðholti. Þau eiga að afhenda næsta laugardag.
Kv. Auðunn
Auðunn (IP-tala skráð) 28.2.2007 kl. 12:02
Til hamingju með að fá húsið í dag:D Það verður sko gaman að koma í heimsókn til ykkar og skoða nýja húsið:) Skemmtið ykkur í nýja húsinu í dag:D
kveðja frá Aarhus-genginu
Bylgja Dögg og the gang (IP-tala skráð) 28.2.2007 kl. 12:32
Til hamningju með húsið
. Gaman fyrir ykkur að fá ykkar eigin garð og svona meira "prævasí". Við sendum heillahugsanir um að þú komist inn í skólan.
Kveðja ´Badda
Badda og Haukur (IP-tala skráð) 1.3.2007 kl. 17:24
Vá Ragna til hamingju með skólann þetta er frábært
Krossleggjum fingur og vonum að þú komist að. Og til hamingju með ykkar eigið...það er frábært.. Bestu kveðjur frá okkur.
Linda og Hulda Rún.
Linda (IP-tala skráð) 2.3.2007 kl. 21:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.