Mánudagur, 26. febrúar 2007
HELLÚ ALLE SAMMEN
jæja í morgun fórum við hjónin og versluðum málningu og pöntuðum rosa flott veggfóður fyrir Margrétar herbergi svo fórum við og sóttum Margréti og fékk leyfi til að taka 2 vinkonur sínar með heim og eru þær búnar að vera að leika sér og vera í tölvunni og flissa og pískrast um strákana í bekknum HI HI þær skemmtu sér alveg glimrandi vel
Kristinn er á kvöldvakt í kvöld en hann skipti á fimmtudeginum svo að við getum öll sömul tekið við lyklunum af HÚSINU okkar
og svo verður bara málað um helgina allavegana byrjað
Svo var pabbi Jóhönnu að bjóða fram aðstoð sína við að veggfóðra þegar hann heyrði að við höfum aldrei veggfóðrað þá var hann fljótur að segja okkur bara að hringja
held að það sé nú betra að fá einn vanann svo að þetta verði PURRFEKT.
Myndin sem við fórum á í gær var alveg þræl fín og gátum við öll skemmt okkur konunglega, svo var LAMBALÆRI í matinn rosa gott
Nú er farið að bergmála í húsinu okkar og við erum búin með alla kassa sem við áttum svo nú er bara að bíða til fimmtudags Kristni er farið að klæja í puttana að byrja í húsinu
Svo erum við búin að taka þá ákvörðun að kaupa bara parket á Margrétar herbergi og leyfa teppinu að vera á ganginum, það er svo dýrt parketið sem er á stofunni og 1 herberginu en okkur langar að setja eins á svo að við ákváðum að gera þetta bara í rólegheitum enda liggur ekkert á og einginn sem segir að það þurfi að gera allt STRAX
við viljum bara ekki að Margrét hafi teppi á sýnu herbergi (finnst það ekki sniðugt uppá hósta pg þannig ) svo að hennar herbergi verður gert TIPP TOPP
En nú ætla ég að fara að elda PASTARÉTT bið að heilsa í bili
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.