Snjór og meiri Snjór

Já hérna kom smá snjókoma síðastliðið miðvikudagskvöld. Það snjóaði fram á föstudag og hérna hjá okkur var ca 20cm snjór. Hins vegar er og var ástandið verra norðar á jótlandi og líka í Aarhus. Þar var hreinlega allt á kafi. Við erum hins vegar öllu vön og á góðum vetrardekkjum og komumst því áleiðis okkar leið. Ég (kristinn) var að leysa af varahlutamannin hérna í Silkeborg og slapp því sem betur fer við að keyra inn til aarhusa. W00t

Við erum svo á fullu að pakka núna um helgina og búin að setja í þó nokkra kassa í dag. Ætlum að vera langt komin á miðvikudag svo að hægt sé að einbeita sér á fullu að nýja húsinu og því sem við ætlum að gera þar. Komst reyndar að því að parketið sem liggur á stofunni er frekar dýrt. Ég ætlaði að setja sama parket á gangin og herbergið hennar margréta en líklega verð ég að gera eitthvað annað. Svona parket kostar nefnilega 595dkr.m2 ca 7000iskr. Shocking

Svo á að mála og Ragna er búin að ákveða að ég geti sett upp veggfóður. (karlinn kann allt!Wink) Stefnan er sett á að flytja inn 17mars. Þannig að eins gott að vinna vel og hratt til að allt verði klárt.

Svo vorum við að setja inn nýjar myndir, njótið vel.

Bestu kveðjur úr vetrinum sem kom loks, Kristinn 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ allir

Ég segi bara kvitti kvitt fyrir innlitið.

Kveðja Badda

Badda og Haukur (IP-tala skráð) 24.2.2007 kl. 15:19

2 identicon

Svo munið þið bara eftir að panta burðarmanninn frá Aarhus. Góða skemmtun að pakka

Sigfús Örn (IP-tala skráð) 24.2.2007 kl. 15:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband