ENGLANDSFERÐ 16-19 FEBRÚAR

Jæja þá erum við komin heim aftur eftir frábæra helgi í UK. Við fengum vorblíðu alla helgina sem var sko ekkert verra Wink En hér kemur smá ferðasaga.

Já  lagt var af stað snemma á föstudagsmorgni og brunað svo til BOURNMOUTH á vitlausum vegarhelming sem gekk nú ótrúlega vel, það var aðalega mér sem fannst þetta óþæginlegt að vera svona vitlausumegin en Kristni fannst þetta nú ekki mikið mál þegar hann var komin uppá lagið með þetta. Svo vorum við komin til Svanhildar um 11 leitið og þegar Len kom heim fengum við okkur hressingu svo var farið í bíltúr í smábæ þar sem Len vinnur röltum við aðeins bæinn þar fórum á kaffihús og fórum svo heim þetta var síðan 1 kvöldið sem borðað var heima Smile en þannig áþetta að vera þegar meður er í fríi fara út að borða og svona það er ekki eins og maður sé alltaf úti að borða Wink

Jæja á Laugardeginum var farið í bæinn í BOURNMOUTH og aðeins kikt í búðir við versluðum aðeins á Margréti í FAT FACE rosa flott búð Grin farið var líka á STARBUCKS kaffihús og að sjálfsögðu í THORNSTONS að kaupa karmellur og Kristinn verslaði svo vel þar að afgreiðslu konan sagði bara " enjoy the caramell" HHI HI svo var farið í ferju yfir í litla eyju og aðeins kikt þar um kring og endað á ekta breskri sveitakrá í BRUNCH mjög gott og um kvöldið var farið og fengið sér pizzu alltaf gott Smile

Svo á sunnudeginum var farið í NEW FOREST en það er stærðarinnar skógur með villtum dýrum í sáum við bamba og pony hesta og asna, svo hófst mikil leit af krá til að fá sér sunday brunch en það er mjög vinsælt á sunnudögum svo það var ekki hlaupið að því að finna krá með laust borð fyrir 5 manns en að lokum fannst krá og var úðað í sig góðum mat þar sem allir voru VEL svangir. SVO um kvöldið var farið á ÍTALSKAN stað MJÖG gott Grin 

Í gær kíktum við í fleiri búðir fundum mjög flotta NEXT búð sem var líka með húsgögnum og var aðeins keipt á stelpuna þar og í herbergið hennar. Svo fórum við í TOYS R US sem var eiginlega ALLTOF stór en þar keypti Margret sér DIIDDL HUNDINN en það munaði helmingi á verðinu þar og hér í dk Wink Svo fengum við okkur hressingu hjá Svanhildi og svo lá leiðin til GATWIK AIRPORT og vorum við svo komin heim í hús um 22:30 

 

Við mæðgur nýttum okkur tækifærið og fórum í bað þar svem við erum bara með sturtu Svanhildur keypti baðbombur handa okkur í LUSH mjög notalegt. Svo var spjallað um heima og geima alla helgina. 

TAKK FYRIR FRÁBÆRA HELGI SVANHILDUR OG LEONARD InLoveKissing

Margrét er heima í dag en hún var frekar þreytt í gær svo við ákváðum að leifa henni að vera heima enda svaf hún til 10 í morgun svo fórum við á eftir og sækjum BANGSA greyið Wink 

En við setjum fljótt inn myndir úr ferðinni góðu bæjó í billi

og takk fyrir kveðjurnar og haldið áfram að kvitta InLove


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta hefur verið góð ferð í alla staði sér maður. Velkomin heim og við sjáumst nú svo kannski bráðum.

Bestuu kveðjur úr Aarhus

Sigfús, Bylgja og Barnið (IP-tala skráð) 21.2.2007 kl. 11:33

2 identicon

velkomin heim

Dögg (IP-tala skráð) 21.2.2007 kl. 20:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband