Ragna hætt á Næturbröltinu

Já nú er ég hætt á Næturvöktunum en ég hefði átt að taka 2 í viðbót en því miður er ég bara gersamlega BAKK ligg hér með hitapoka og get ekki sofið fyrir bakverkjum Crying Já þetta byrjaði á laugardaginn og hefur þetta versnað og versnað og í nótt var lyftan mikið notuð þar sem ég gat ekki gengið upp tröppurnar Frown ég hringdi svo áðan og spjallaði við þær í vinnunni og var mér sagt að vera bara heima og reyna að jafna mig Errm já mér finnst nú alveg ömurlegt að hringja mig veika 2 vaktirnar en það er bara ekkert annað í stöðunni, þær voru nú alveg komnar að því að senda mig heim í nótt þar sem ég næstum gat ekki setið,ekki staðið og gekk því um Skelkaður  já þeim leist ekkert á mig og sögðu mér að spjalla við þær á skrifstofunni sem ég jú gerði. Margrét er heima og er hún búin að vera að horfa á VIDEO í morgun og er núna í BARBIE hún er búin að vera svo góð í morgun eins og hún er jú flesta daga Wink en hún tók ekki í mál að fara í frístundina þar sem einginn af hennar vinkonum er þar núna hún vildi frekar vera heima þó að hún vissi að hún yrði að dunda sér sjálf og leyfa mér að sofa. 

Já nú í haust  ætlar vinafólk okkar að flytja hingað út JJEYYYYYY þau ætla að búa í AALABORG sem er um 1 1/2 tíma frá Silkeborg. Þetta eru þau Fanney og Ari og jú börnin koma að sjálfsögðu með Perla Sóley og Pálmi Rafn Wink Það verður æðislegt að fá þau hingað út stelpurnar eru rosa góðar vinkonur en það var jú Perla sem kom hingað til okkar síðasta sumar. Nú verður mörgum grill og kósý kvöldunum eytt með þeim Grin  já okkur hlakkar sko BARA til að fá ykkur hingað út kæru vinir Wink Jæja nóg í bili best að reyna að sofa smá Sleeping bæjó í bili 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst þetta rosalega skrítin uppákoma. Hefði ekki viljað vera þarna þessa nótt. Kv. Linda

Linda (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 23:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband