Þriðjudagur, 6. febrúar 2007
HÆ HÆ OG HÓ HÓ
Við viljum byrja á því að óska Sigga og Ingu til hamingju með soninn og að sjálfsögðu Birnu Maríu með litla bróður en þau eignuðust dreng 28 janúar en komu fyrst heim í gær þar sem litli snáðinn þurfti aðeins að koma við á vökudeildinni og ná sér í smá skammt af súrefni, en nú heilsast mæðgininum vel
Annars er bara rólegheita dagur hjá mér (Rögnu) í dag ég fór í hnykk og náði svo í Margréti og nú erum við bara að TJILLA eins og það kallast Kristinn er að fara á fund í vinnunni í kvöld svo hann kemur seint heim, þannig að þið fáið ekki myndir í dag en mér tókst nefnilega að týna myndum einhversstaðar í tölvunni (þær finnast ekki) og mig langar ekki að missa myndirnar frá í gær svo að Kristinn fær að setja þær inn og veita mér betri kennslu í þessu
Ég heyrði í yfirmanninum mínum í dag og ég klára næstu törn og svo hætti ég , ég þarf að aðlaga inn nýja manneskju þannig að hún bað mig að vera út mína viku, en ég var búin að biðja um að fá að hætta á sunnudag en ég gat jú ekki sagt nei við hana þar sem hún er búin að vera svo almennileg við mig
Margrét er nú ekki alveg á því að mæta í frístundina í næstu viku þar sem flestir verða í fríi en ég ætla að heyra í mömmu Jóhönnu og sjá hvort hún megi vera þar mánudag og þriðjudag svo er Kristinn á kvöldvakt á miðvikudag svo að þá getur hún verið heima
Þetta reddast allt saman.
Jæja nú hef ég ekki meira að segja en bara KVITTA TAKK
KVEÐJA RAGNA
Athugasemdir
Hæ þið það er greinilegt að Margréti líði vel, mér heyrist að hún blómstri virkilrga.
Kv.Bergþóra
Bergþóra (IP-tala skráð) 6.2.2007 kl. 17:09
Hæhæ bara að kvitta fyrir komuna. Við eigum örugglega 4 af þessu óuppáskrifuðu heimsóknum;)
Hilsen frá
Aarhusgengið
Bylgja Dögg og co. (IP-tala skráð) 6.2.2007 kl. 21:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.