Laugardagur, 3. febrúar 2007
Aarhusferð
Já í dag var brunað til Aarhus og kikt í bæjinn þar, Margrét fékk grímubúning en við verðum reyndar stödd í Englandi þegar öskudagurinn er hér ,var því ákeðið að hafa öskubúningaafmæli þegar Margrét á afmæli . Hún var sko ekki par hrifin af að missa af öllu fjörinu í skólanum þennan dag en það er búið að kippa því í liðinn og vitiði bara hvað ?? Við keyptum okkur sko SKYR já SKYR.IS NAMMI NAMMI NAMM
svo að hér á bæ verður sko skyr og brauð í aftensmad í kveld
en það er semsagt hægt að kaupa jarðarberjaskyr, peru og bananaskyr og svo hreintskyr en þetta fæst bara í SALLING á strikinu í Aarhus en það er sko alveg leggjandi ásig til að fá SKYR
Við kíktum svo í kafffi til Bylgju og Sigfús og skottu litlu og fengum nýbakaða súkkulaðiköku og mjólk NAMMI NAMM takk fyrir okkur , en við hittum nú Sigfús ekki því hann var á handboltaleik en við hittum hann bara næst
ég fékk aðeins að dúllast í litlunni gefa pela og svona og var það nú alveg til að kveikja í minni HI HI
Jæja ætla að fara að hræra skyrið NAMM NAMM bið að heilsa í bili Kossar og knús Ragna
Athugasemdir
Já takk fyrir komuna í dag, meiri gestgjafinn sem maður er; stingandi af rétt áður en þið komið. Ég sá þó allavega sóma minn í því að skella í eina súkkulaðiköku áður en ég fór og sé að hún hefur runnið ljúflega niður. Ég stefni bara á að vera heima þegar þið farið næsta skyrrúnt hér yfir hæðina.
sigfús örn (IP-tala skráð) 3.2.2007 kl. 18:56
Halló halló. Við Hulda förum oft inná og skoðum myndir, og þegar Margrét er að syngja, kom frá minni: Hvað er hún eiginlega að bulla!!En það er frábært að hafa þessa síðu til að kíkja á ...kveðja Linda og Hulda Rún.
Linda (IP-tala skráð) 4.2.2007 kl. 14:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.