Fimmtudagur, 1. febrúar 2007
Bæjarferð hjá mæðgunum
Já í dag fór ég með Margréti til eyrnalæknis því hún kom ekki svo vel útur heyrnamælingu í skólanum en það var rör í eyranu sem var GERSAMLEGA stíflað og fjarlægði læknirinn bara röðið og það sem því fylgdi og svo var hún heyrnarmæld aftur og heyrði bara alveg GLIMRANDI vel Ji hvað ég var ánægð að þessu var bara reddað svona auðveldlega. Svo röltum við um bæinn og fórum á kaffihús
hittum meira að segja 2 íslenskar stelpur sem búa hér en kærastar þeirra eru að spila með Silkeborg og var gaman að spjalla aðeins við íslendinga
Ég fór í barnafatabúðina í dag en hún var búin að ráða í stöðuna en ég er búin að fá loforð um afleysingu á 2 leiksólum sem ég held að verði bara fínt þá ætti ég að fá vinnu 5 daga vikunnar og það verður bara fjölbreytni að vera á 2 stöðum og svo ef losnar seinna föst staða og þær eru ánægðar með mig þá fæ ég þá stöðu
nú er Kristinn á kvöldvakt og við mæðgur ætlaum að hafa kósý kvöld í kvöld fórum og keiptum okkur smá nammi í búð sem heitir FRELLSEN en hún er ekki ósvipuð VÍNBERINU á laugarveginum og er gaman að fara þar svona til tilbreytingar og velja sér svona auðruvísi nammi ég man þegar mamma og pabbi komu í sumar þá missti pabbi sig í kókosbollunum FLØDEBOLLER og keipti 5 því það var tilboð HE HE já þetta er skemmtileg búð
Margrét fékk svo verðlaun því hún stóð sig svo vel hjá eyrnalækninum en hún vildi nú helst bara fara til Einars sem hún var með Íslandi en þessi hér í DK var svo bara ekkert mikið síðri og spjallaði hann mikið um Ísland og um fundi sem hann hafði setið á Íslandi og fengið SVARTA DAUÐA að drekka HI HI þá vitum við hvernig Íslensku eyrnalæknarnir taka á móti Kollegum sínum HI HI
En jæja nú er komið nóg í bili bið að heilsa ykkur Knús Ragna
EN JÁ ÉG MINNI ENN OG AFTUR Á GESTABÓKINA UM DAGINN SLÓGUÐ ÞIÐ MET Í HEIMSÓKNUM EÐA 26 EN VITIÐ ÞIÐ AÐ ÞAÐ KVITTAÐI EINGINN USS USS USS ÞETTA GENGUR EKKI MEÐ YKKUR
Athugasemdir
Við vitum uppá okkur sökina, að minnsta kosti að hluta;) Gott að heyra með Margretar eyra eða um það a.m.k. og að allt hefur farið vel þar.
Bylgja Dögg (IP-tala skráð) 1.2.2007 kl. 18:57
Hey, ég er alltaf að kvitta!!!!
Dögg (IP-tala skráð) 1.2.2007 kl. 20:29
Sorry ég kvitta eiginlega aldrey. En gaman að sjá að allt gengur vel. Gangi þér vel í nýju vinnunni
Bergþóra (IP-tala skráð) 1.2.2007 kl. 22:10
Já, verið þið bara í bandi með kaffikíkkið á laugardaginn þegar þið eruð komin í menninguna:)
Kv Bylgja, Sigfús og snúllan
Bylgja Dögg og co. (IP-tala skráð) 2.2.2007 kl. 12:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.