Þriðjudagur, 30. janúar 2007
ÞVÍLÍK SPENNA Í EINUM LEIK ÚFF ÚFF
Já spennan var í hámarki hér á bæ, Kristinn strunsaði um stofuna og ég gat ekki setið kjurr ég held að ég hafi ALDREI verið svona spennt yfir boltaleik áður. En við getum nú samt verið stolt af strákunum það hefði sko ekki verið gaman ef þetta hefði verið BURST
Það streymdu inn SMS hér frá vinnufélögum okkar beggja á síðustu mínútunum
HE HE
Annars er það í fréttum að ég er búin að segja upp og á morgun verður ráðið í mína stöðu og held ég að ég taki 1 törn í viðbót, það er búið að lofa mér vikar stöðu á leikskóla en ég ætla líka að sækja um í barnafatabúð hér í bænum , en ég og við öll erum ánægð með að ég ætla að skipta um vinnu og það er jú fyrir öllu ég er að fara á vakt í kvöld svo er ég komin í frí og svo þá bara 7 vaktir eftir
sem mér finnst gott að hugsa til , þó svo að mér líki vel við alla í vinnunni og eigi eftir að sakna að vinna með þeim en við munum nú halda sambandi þau eru öll frekar leið yfir að ég sé að hætta sem segir mér jú að þau eru ánægð með FRÚNA
Nú ætla ég að fara að tíja mig til vinnu,læt ykkur vita um leið og veit með nýju vinnunna
bestu kveðjur RAGNA
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.