Föstudagur, 19. janúar 2007
Jólasnjókoma í gær :)
Já seinnipartinn í gær byrjaði að snjóa hjá okkur og það kyngdi bara niður snjónum. Margrét og Jóhanna hlupu um allt hús og öskruðu DET ER SNE DET ER SNE UDENFOR HI HI svo var hoppað í föt og skelt sér út í snjókast og voru þær úti í snjónum í klukkutíma þvílík gleði sem greip þær vinkonurnar
EEN svo í morgun fór að RIGNA og nú er næstum allur snjór farinn
en það er búið að spá meiri snjókomu og frosti í næstu viku svo að börnin ættu að fá smá meiri tíma í snjókast og snjókallagerð
Ég fór í nudd í morgun og fékk ég æfingablað með mér heim ,með æfingum sem ég á að gera á hverjum degi. Svo rölti ég aðeins í bænum keipti mér 1 stk gallabuxur ROSA FÍNAR
svo tók BUSIN heim og er nú að bíða eftir að feðginin komi heim en Kristinn er búinn kl:15 í dag
svo á að fara í 2 heimsóknir um helgina en Lisbet (sem Kristinn var í sveit hjá) er búin að bjóða okkur í mat á morgun og svo ætlum við að kíkja á Bylgju , Sigfús og Nyfødt Sigfúsdóttur á sunnudag. Jamm þetta er helgarplanið hjá okkur auk smá afslöppun að sjálfsögðu
GÓÐA HELGI ÖLL SÖMUL , og munið að kvitta
Athugasemdir
takk fyrir spjallið áðan... kveðja úr afslöppun
Dögg og Grímur (IP-tala skráð) 19.1.2007 kl. 21:50
Brrrr, ekki get ég sagt að snjórinn hafi glatt mig, frekar að maður var undrandi á þessu fyrirbæri. Hlökkum til að fá ykkur í kaffi á sunnudag, hilsen fra Aarhus
Sigfús Örn & Bylgja Dögg (IP-tala skráð) 20.1.2007 kl. 00:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.