Fimmtudagur, 18. janúar 2007
FRÁBÆR MORGUN :)
Já í dag var sko æðislegur morgun hjá okkur, við eða aðalega Kristinn kynntum landið okkar góða í skólanum hennar Margrétar. En þau eru búin að vera að læra um löndin og vorum við beðin um að taka það að okkur að kynna Ísland Kristinn var búin að finna slatta af myndum og svo var arkað af stað með tölvuna, við fengum bíósal skólans og þar sátu um 70 6 ára börn og hlustuðu og dáðust af myndunum
Þetta gekk vonum framar og höfðu börnin mikinn áhuga á því sem Kristinn sagði og myndunum sem fylgdi en þetta voru um 40-45 myndir héðan og þaðan af landinu. Þetta var um 1/2 tíma landskynning og tóku börnin andköf þegar myndir af Gullfoss, Geysi og Goðafoss byrtust og fannst okkur SVO gaman hvað þau skemmtu sér vel og hvað þau voru stillt og prúð, svo dundu spurningarnar á okkur eftir kynninguna og reyndum við að svara þeim eftir bestu getu
Þeim fannst svo mekilegt að það sé svo heitt ofan í jörðinni en samt svo kallt á Íslandi HE HE . Við vorum líka með myndir af ömmum og öfum Margrétar þar sem hún getur jú ekki sýnt þau í lifandi mynd eins og hin börnin
Svo fórum við hjónin heim og svo aftur uppí skóla kl:13 í foreldra viðtal og hafði kennarinn bara gott að segja um skottuna og er hún svo ánægð með hana
Svo sóttum við Margréti og Jóhönnu og fórum heim, Kristinn er farin á kvöldvakt núna og stelpurnar eru að dúllast en Jóhanna verður hjá okkur eitthvað fram eftir degi.
Ég ætla að reyna að skella inn myndum, en ef það tekst ekki gerir Kristinn það á næstu dögum
En ég bið að heilsa í bili kveðja frá stoltum Íslendingum í Danmörku
Athugasemdir
til hamingju með þetta
Dögg (IP-tala skráð) 18.1.2007 kl. 18:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.