Föstudagur, 29. janúar 2010
Halló allir !!
Ákvað að gefa mér tíma og skrifa nokkrar línur hér, þó það sé nú mest lítið í fréttum þá þarf maður nú að láta vita af sér
Snjórinn er ekki farinn enn þó það hafi ringt á þriðjudaginn þá var það ekki nóg til að snjórinn færi það er líka enn kallt eða frá 0 til - 3 á mánudaginn var nú samt - 13 BRBRBRBR
Allir eru hressir og kátir fyrir utan smá nefrennsli hjá gaurunum en það fylgir nú bara kuldanum held ég Bjarni Harald er alltaf jafn ánægður hjá Tinu "nýju" dagmömmunni og er hann farinn að tala heilan helling réttast sagt stoppar hann ekki HEHE hann er orðinn spenntur að fá afa Halla og ömmu Tótu en við erum búin að segja honum að þau koma með flugvélinni og svo förum við með þeim, um daginn horfði hann spurningar augum á mig og sagði " Halli koma núna? " ég alveg neiei elskan hann kemur ekki í dag þá dæsti hann og sagði" Halli koma núna í dag ...ekki bíða " HEHE Símon Mikael er duglegur að skoða heiminn á 4 fótum og er duglegur að safna kúlum og marblettum á hausinn þar sem hann stendur upp við allt og heldur að hann geti labbað líka án þess að styðja sig við HEHE Margrét Svanhildur hefur nóg að gera í skólanum og handboltanum og sundinu og vinkonunum og er bara hin hressasta hún er orðin voða spennt að koma heim til Íslands
Flutningsundirbúningur er í fullum gangi og hlaðast kassarnir upp , við erum búin að bóka lest til Köben og hótel í Köben nóttina áður en við fljúgum nú vantar bara að bóka bed and breakfast eina nótt hér í Silkeborg þá eru þau mál klár það eru akkurat 4 vikur í dag þar til við setjum í gáminn svo þetta fer að bresta á
Við erum að fara í matarboð hjá foreldrum Jóhönnu "bestu vinkonu Margrétar" í kvöld og er svo búið að bjóða Margréti að gista þar svo það verður stuð hjá þeim
Jæja læt þetta duga í bili bæjó
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.