Föstudagur, 12. janúar 2007
STORMUR ! ! !
Já nú er sko búið að blása á okkur hér í Silkeborg, en í nótt var stormur og voru flestar stóru brýrnar LOKAÐAR Ég var jú að vinna og voru við 2 sem keyrðum út og máttum við SIKKSAKKA um göturnar fram hjá greinum og öðru rusli. Kristinn og Margrét sváfu nú bara á sýnu græna í nótt og urðu ekki vör við neitt
Ég reyndi svo að sofa í dag en það gekk nú ekki svo vel þar sem vinnumenn voru uppá þaki að berja eitthvað niður og okkar "ELSKULEGU" nágrannar þurftu að vera PISSFULL og rifust í allan dag
Það var ekkert lítið hvað ég var pirruð á þeim á tímabili. Margrét fór í bekkjarafmæli í dag og sóttum við hana þangað kl:5 brunuðum við svo á BLOCKBUSTER og leigðum okkur spólur og nú á að hlamma sér í sófann og hafa KÓSÝKVÖLD
Það er byrjað að hvessa aftur og á að vera annar stormur í nótt.
EN ég verð nú aðeins að SKAMMA ykkur, það voru 25 sem kiktu á síðuna í gær og aðeins 1 sem kvittaði SKAMM SKAMM SKAMM EKKI AÐ STANDA YKKUR
Ákvað ég að hafa síðuna soldið litríka í dag og þá kannski fáum við einhver viðbrögð frá ykkur
EN nú ætla ég að hlamma mér í sófann og horfa á VIDEO þar til ég fer að vinna
Bæjó og verið nú svo væn að KVITTA
Athugasemdir
Sæl þið öll! Það má nú ekki alveg láta ykkur fara yfir um
. Það er rosalega gaman að fylgjast með ykkur. Kv Bergþóra
Bergþóra (IP-tala skráð) 12.1.2007 kl. 19:56
Hej, ætla að kvitta alt gott að frétta
. Hej hej, Sondy
Sondy Johansen (IP-tala skráð) 13.1.2007 kl. 12:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.