Fimmtudagur, 11. janúar 2007
Jæja nú skrifar Kallinn
Já loks fæ ég að skrifa eitthvað, ekki samt að ég hafi mikið að segja. Við erum núna á fullu að skipuleggja flutninga, mála þarf bæði húsið sem við búum í núna og húsið sem við keyptum. Þannig að það verður nóg að gera næstu mánuði. Svo ætlum við víst að skreppa til Bornmouth til Ikku og Lenna í febrúar. Maður þarf víst að fara til englands svo að hægt sé að fullnægja karamelluþörfinni en í Englandi finnast heimsins bestu karamellur (Thornstons). Svo ætlum við að reyna að njóta tímans með Ikku og Lenna enda ekki á hverjum degi sem við hittumst. Kannski reyna að sjá eitthvað markvert þarna á suðurströndinni ef þau nenna að sýna okkur eitthvað. (Ekki kannski neitt spennandi að sjá um miðjan vetur?)
Annars er maður frekar viltur því að veður farið hérna er allveg kolvitlaust, á þann hátt að hér er um 5-10c og rigningartíð eins og á haustinn. Samt eru gróður og dýr farin að halda að komið sé vor og farin að springa út. Vonandi fær maður nú einhvern vetur svo að komið geti Vor.
Svo koma hérna smá kveðjur beint á viðkomandi og vonast ég til að særa enga aðra. Svo er nú víst að Bróðir nr; 3 var á Tenerife um jól og áramót og sendi honum bestu kveðjur og þú mátt alveg senda mér línu svona þegar þú nennir. P&M eru núna á Canary og vonumst við til að þau séu að njóta lífsins en ég held að þetta sé þeirra lengsta frí síðan ´87 í USA. Komin tími til. Það eru líka næstum 30ár síðan þau giftu sig og líka 30 ár síðan þau voru síðast í sólarlanda ferð (líka þá til Canary).
Þeir sem vilja senda okkur línu geta gert eftirfarandi;
Sent tölvupóst á; kristinn(hjá)webspeed.dk Eða kristinnbj(hjá)hotmail.com
Einnig erum við með Skype og þar er nafnið okkar (Kristinn Bjarnason og land DK)
Eða hægt er að senda okkur athugasemd í gegnum þessa síðu.
Jæja hafið það sem best og látið ykkur líða vel. Bestu kveðjur frá "hautvorinu" í Silkeborg.
Kristinn
Athugasemdir
Hæ hérna er snjór, alveg rosalega mikill snjór á Selfossi. Það lágu bílar á mörgum stöðum utan við veginn á hellisheiðinni í eftirmiðdaginn. Í gær þurftum við að moka innkeyrsluna til að geta komið bílunum í stæðin.
Þetta er bara gaman, nema þegar við þurfum að komast í og úr vinnu og fara út því það er 11 stiga frost
Kveðja Dögg
Dögg (IP-tala skráð) 11.1.2007 kl. 20:30
Hæ hérna er snjór, alveg rosalega mikill snjór á Selfossi. Það lágu bílar á mörgum stöðum utan við veginn á hellisheiðinni í eftirmiðdaginn. Í gær þurftum við að moka innkeyrsluna til að geta komið bílunum í stæðin.
Þetta er bara gaman, nema þegar við þurfum að komast í og úr vinnu og fara út því það er 11 stiga frost
Kveðja Dögg
Dögg (IP-tala skráð) 11.1.2007 kl. 20:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.