Einum degi styttra.

Þá er einn dagur liðinn í viðbót.

Í gær fórum við á Selfoss í heimsókn til Vilborgu frænku, og fórum svo í mat til Gríms og Dögg. Við vorum þar fram á kvöld og komum ekki til baka á Brautarhól fyrr en um 22:00.

Í Dag á svo að reyna að slappa af og fara í sund. 


Já Já nú fer allt að ske

Það styttist ógurlega í að við flytjum. Núna er einum degi færra þar til við förum.

Það er farið að koma ferðahugur í okkur, enda ekki annað hægt þegar maður er orðin tímabundið heimilislaus. Öll búslóðin ætti að vera í skipi akkúrat núna og á leið til DK.

Við höfum það samt fínt í sveitinni hérna á  Brautarhóli! Margrét er núna með afa sínum í bíltúr og nýtur þess að vera í fríi. Ragna er ekki alveg eins afslöppuð og veit eiginlega ekkert hvað hún á af sér að gera. Hún er jú líka í svo stuttu frí (Bara til September).

 


Slappað af í sveitini!

Núna er miðvikudagur og við erum búinn að pakka og setja alla búslóðina okkar inní gám og er gámurinn þegar lagður af stað til Silkeborgar. Ég (Kristinn) fer með morgunn vélinni til kaupmannahafnar á sunnudag og byrja í nýrri vinnu á mánudaginn (15). Það er enginn miskunn og sumarfríið mitt verður ekki lengra en ein vika að þessu sinni.

Svalur

Ekki er samt hægt að kvarta þar sem vinnuskyldan mín er ekki mikil þarna hjá Viabiler í DK.

Vinnutíminn er frá 07:30-15:30 og svo einn dag í viku 15:00-23:00. Þetta gefur fyrirheit um að hægt verði að laga forgjöfina í Golfi eitthvað ef maður nennir og Frúin samþykkir. :)

Glottandi

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband