Þriðjudagur, 1. ágúst 2006
Skóla prinsessan í skýjunum !!!!!
Já að sjálfsögðu gekk þetta vel hjá Marfréti í dag ég ætlaði nú bara rétt að kíkja á þetta í dag en hún var svo ánægð að hitta krakka að hún var frá 9-15 já þetta var sko aldeilis gaman hjá henni að hitta loksins krakka. Hún er strax búin að eignast 2 vinkonur og önnur þeirra fer í sama bekk og hún svo það er sko ekki slæmt
Klukkan 1 máttu svo þeir sem vildu fara í salinn og við ákváðum að kíkja á það , Margrét hélt nátturlega að þetta væri svona salur eins og á leikskólanum en að sjálfsögðu var þetta leikfimishús, og hún gersamlega missti sig og var eins og beljurnar á vorin, í köðlunum, rimlunum, í boltaleik ofl. ofl. já þarna naut hún sín sko algerlega. Ég mátti nú ekki fara heim í dag , en samt vildi hún nú ekki heldur hafa mig of nálægt sér heldur hehe, en svo á morgun vill hún sko fá að vera ein og í friði frá mér hehe sem er æðislegt. Ég er líka sjálf svo ánægð og svo miklu af mér létt að henni skuli lítast svona vel á þetta, og mér leist líka sjálfri rosalega vel á þetta allt saman, allt vel skipulagt, allt tilbúið fyrir hana, nema að hólfið var mergt Margrít en það var lagað strax
svo nú er bara að vona að hún verði áfram svona ánægð
jæja til hamingju með sólina sem lét loks sjá sig hjá ykkur, okkur tókst greynilega að senda ykkur smá sýnishorn hehe
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 31. júlí 2006
Góður mánudagur
Hæ öll sömul! í dag erum við mæðgur heima í rólegheitum að taka uppúr töskunum , þvo þvott og ganga frá því sem keypt var um helgina
Það rigndi vel í nótt svo það er mun betra loftið úti allir sváfu vel við undirspilið frá dropunum en það er svo kósý hljóðið í þakgluggunum þegar það rignir.En núna er sú gula komin aftur.
Prinsessan á bænum er orðin frekar spennt en á morgun fer hún í frístundarheimilið og hittir alla krakkana sem verða með henni í bekk. Ég ætla nú að vera með henni eitthvað á morgun, bara svona til öryggis Hún er búin að raða í skólatöskuna alla vegana svona 20 sinnum (þetta þarf nú allt að vera í röð og reglu) hún er búin að ákveða hvaða fötin fyrir morgundaginn og allt er klappað og klárt hehe... þetta er nú ekkert smá stórt skref fyrir litlu-stóru snúlluna mína .
Á eftir förum við svo í búðina að kaupa fyrir nestis pakkan, það þarf nú að vera hollt og gott nesti fyrir fallegar og góðar stelpur svo verður farið snemma að sofa í kvöld...
Jæja við sendum ykkur stórt knús knús
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 30. júlí 2006
Gott í Þýskalandi en ROSA gott að koma heim.
Jæja, familien komst alla leið til Elmshorn í Deutchland og til baka aftur heil á húfi. Þetta er ekki nema svona 3tíma skreppitúr og lítið mál að keyra þetta enda hraðbraut mest alla leiðina. Maður liggur á svona 130-140. Við vorum kominn um kl 19:00 til Elmshorn á föstudaginn og ég er orðinn svaka góður í að finna húsið þeirra núna keyrðum við beint á ská til þeirra, ekki mikill krókur. Að sjálfsögðu var tekið vel á móti okkur og við fengum grill og svoleiðis. Rosa fínt, sátum svo úti fram á kvöld og ekillinn fékk sér aðeins öl.
Fyrsta nóttin var ekki alveg eftir bókinni, Margrét greyið fékk aðeins gubbupest og ældi yfir allt gólfið og útá svalir. En þetta var búið næsta morgunn. Því var arkað af stað í miðbæinn og ætlunin var að kaupa skólafatnað handa "skvísunni" sem er að byrja í skóla. Tókst okkur að verzla einn stóran poka af fötum handa henni og Mamman fékk einn lítin poka fyrir sig. (Hún má nú ekki líta illa út þegar hún hittir hina PABBANA í skólanum!)
Svo fór Karin með Margréti heim og við Ragna fengum að arka og spekulera í hlutunum í friði. Svo á leiðinni heim í Florapromenade fann Ég Byggingarvöruverzlun og LOKS keypti ég draumagrillið á pallin og þið fáið að sjá það nánar þegar það er tilbúið á pallinum og búið að kveikja upp þá lofa ég að setja myndir inná síðuna af gripnum. En ég tel mig hafa gert kostakaup í þessu eintaki af grilli og mun það líklega endast mér um langan aldur.
Svo í Dag Sunnudag var slakað á úti í garði hjá Karin og Tobi, við vorum nú aðalega að kíkja eftir rigningarskýjum en þau eru víst einhversstaðar annarsstaðar núna? (veit einhver hvar?????).
Við brunuðum svo heim á met tíma og ég komst að því að bíllinn kemst áfram. Engin traffík og því komið heim á mettíma.
Skila Kveðju til allra.
Fjölskyldufaðirinn í Dalsvingetinu sem á flottasta grillið í DK.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 28. júlí 2006
MÉR FINNST RIGNINGIN GÓÐ TRALLALLALLA ÓÓ................
Já ég var rosalega glöð þegar ég vaknaði í morgun og heyrði í RYGNINGU JEIJEIJEI, aldrei hefði mér dottið í hug að ég myndi nokkurn tímann fagna dropunum svona rosalega, en það er akki annað hægt þegar það hefur ekki ringt svo viku skiptir og allt orðið skráfa þurrt. En þegar ég kom svo fram var rigningin BÚIN þetta var þá bara smá sýnishorn vonandi kemur meira á eftir.
Við kíktum aðeins í bæinn í gærkvöldi en það var svokallað "LATE NIGHT" það er einu sinni í mánuði eða svo, þá er allt opið til 23 og allt morandi í tilboðum, við keyptum nú ekki mikið bara eitt handa Margréti en í bænum var líka hjólakeppni, bærinn var fullur af fólki að fylgjast með þessari keppni, maður bara komst ekkert áfram fyrir fólki svo við stoppuðum stutt við.
En í dag ætlum við mæðgur aðeins að pakka í töskur við ætlum nefnilega að fara til Karin og Tobi(systir pabba) í þýskalandi og ætlum við að vera þar yfir helgina, það verður gaman að hitta þau við ætlum að bruna af stað um leið og Kristinn kemur heim eða kl: 15:00 já það er gott að hafa þetta nákvæmt hehe
En þið fáið nánari fréttir af fyrsta skreppnum til Þýskalands á mánudaginn
Vonandi eigið þið öll eftir að eiga góða helgi
kveðja frá öllum í Dalsvinget 54
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 27. júlí 2006
Rólegur dagur í hitanum
Já í dag ætlum við að slaka á í sólinni á pallinum heima, of heitt til að gera nokkurn skapaðan hlut , strax komin 30c hiti kl: 12 á hádegi úffúff. Ég finn til með Krissa mínum í vinnunni að þurfa að vinna í þessum hita ég rétt get þvegið þvott og sest og bloggað hahaha.
Í gær var okkar heitasti stranddagur við gátum ekki einu sinni legið kjurr í 5 mín, það var GOTT að geta díft tásunum í volgt vatnið til kælingar, Margréti fannst þetta mjög fínt var líka bara í vatninu hehe hún kann sko vel að meta þetta strandlíf er sko alveg í essinu sínu þar skvísan...kemur svo reglulega og sprautar á mömmu sína með vatnsbyssunni sinni sem er nú bara yndislega gott á degi eins og í gær aahhhhh
nú er motto dagsins að DREKKA VATN já í þessum hita verður maður að muna eftir því , því ekki er mikil matarlist nema kannski í ávexti og ferkst sallat, sko ekki mikið um eldamennsku þessa dagana vegna lystarleysis hjá heimilisfólkinu hehe
Jæja við vonum að við náum að senda nokkra sólargeisla heim til ykkar, við reynum sko það verðið að trúa okkur
knús frá okkur til ykkar ( vonandi nær það að ylja ykkur eitthvað) hehehehehhíhí
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)