HALLÓ HALLÓ !

Hæ nú er ég frekar þreytt , var á vakt í nótt og það var sko nóg að gera vorum á hlaupum alla nóttina. Fór svo með Margréti í skólann og svo sótti Kristinn hana og Stina var svo úti að leika með henni í góða veðrinu. Kristinn fór svo á kvölvakt, ég svaf til kl:15 en þá var einhver KALL að BORA fyrir utan gluggann hjá mér Öskrandi vá hvað þetta var pirrandi en ég dreif bara á fætur og í sturtu Glottandi er svo á vakt alveg fram á föstudagsmorgun svo það er eins gott að verkfallinu fari að ljúka og þessi KALL fari ekki að gera þetta af vana sínum Óákveðinn að vekja mig...

Við fórum út að borða á Laugardaginn á KINASTAÐ rosa gott fannst okkur 3 en Stina vildi nú bara djúpsteiktar rækjur með ENGU meðlæti en við hin fengum okkur svona sitt litið af hverju Glottandi Margréti finnst kinverskur matur SVOOO góður Hlæjandi

Við fórum í bíó í gær á OVER HEKKEN( YFIR HEKKIÐ) sem var mjög gaman fyrir utan að Stina skyldi ekki neitt Óákveðinn  en fannst nú samt gaman Hlæjandi

jæja ætla að fara að finna myndir af fagra landinu okkar (ÍSLANDI) var búin að lofa að hafa myndasýningu í nótt..

Bið að heilsa Ragna 


ALLT GENGUR VEL :) :) :)

Já mér líst bara vel á vinnuna mína :) 2 vaktir búnar og það gengur bara vel að sofa á daginn Hlæjandi 

En í gær fórum við Stina og Margrét og Ragna í bæjartúr hér í Slkeborg í 25c og sól Svalur  Svo í dag fórum við öll inn í Aarhus í IKEA og viti menn hillan var TIL  Hlæjandi eins og ég sagði við Kristinn allt er þegar 3 er, þetta var semsagt tilraun nr 3. svo loks er hægt að klára að pakka upp úr kössum Glottandi en svo var planið að fara á kaffihús en það var eins og við værum ósýnileg þar sem við reyndum að fara á 2 kaffi hús sátum 10 min á hvoru og fengum ekki einu sinni matseðla Fýldur ákváðum svo bara að fá okkur eitthvað í bakaríi og fara svo eitthvað út að borða í kvöld Hlæjandi

Við erum ekkert smá heppinn að hafa Stinu núna þar sem allt er í hershöndum hér á leikskólum, og Frístundarheimilum VERKFALL í gangi svo að Stina ætlar að sækja Margréti og dúllast með henni svo ég geti sofið hún fær bara ekki að fara heim fyrr en verkfalli líkur HIHIHIHI Glottandi  en neinei við vonum nú að þetta verði ekki langt verkfall Óákveðinn alveg týpískt að það gerist eitthvað svona loks þegar ég er komin með vinnu Öskrandi bara pirrandi. En svona er þetta vist það þarf að berjast fyrir sínu, en það er semsagt þannig að Silkeborg kommune er að spara núna og að sjálfsögðu  á að minnka starfsmenn í þessum geira  TÝPÍSKT ekki satt ???

Jæja nóg af pikki í dag kveðja Ragna 

 


Fyrsta Næturvaktin :)

Jæja þá er fyrsta vaktin búin, þetta gekk mjög vel en lítið að gera annað en að spjalla og horfa á tv inn á milli herbergisvitjana. Það er frekar rólegt þarna en hinar sögðu mér að það kæmu nætur inn á milli sem væru mjög strebnar og þá næðu þær ekki einu sinni að gera allt sem þarf. Ég náði nú ekki að sofa mikið fyrir vaktina svo að þegar ég fór að sofa í morgun var ég búin að vaka í sólarhring Óákveðinn en svaf vel í dag Glottandi það var frekar erfitt að halda sér vakandi eftir kl:5 en þá var bara fengið sér góðan kaffibolla. Svo er aftur vakt í kvöld og ætla ég að leggja mig aftur í dag til að vera ekki svona þreytt eins og í nóttHlæjandi Það er nú líka soldið erfitt að halda sér vakandi þegar ekkert er að gerast Óákveðinn en ég er sátt eftir vaktina og lýst bara þokkalega á þetta. Ég verð sótt í kvöld af einni sem er að vinna með mér, en ég hjólaði í gær því kristinn var á kvöldvakt. Svo að það kom sér vel að Stina er í heimsókn, en svo fær kristinn að hætta fyrr svo að hann verði komin heim þegar ég þarf að fara.

Jæja nú ætla ég og stina að fara að rölta og sækja Margréti en hún er núna í fjárðsjóðsleit með frístundinni Hlæjandi    Kveðja frá NÆTURSTRUMPINUM DK. (Ragna)


Litla Systir i heimsokn i Silkeborg.

Ja tad er nu tannig ad litla systa kom ein med flugi og lest til okkar i heimsokn i gær. Tad fannst okkur ollum gledilegt en kannski var tad Margret sem var sem spenntust. Tvi midur komu ekki ad tessu sinni foreldrar minir (kristins) en kannski seinna. Eg er reyndar a kvoldvakt nuna og svo er Ragna ad byrja a sinni fyrstu vakt i nyju vinnunni sinni. Gaman verdur ad sja hvernig fjolskyldulifid verdur tegar sumir eru a kvoldvakt og adrir a næturvakt. Samt rosalega feginn ad Ragna se loksins farinn ad gera eitthvad tvi henni var farid ad leidast adgerdarleysid.

Annars erum vid i frabæru haust vedri tessa dagana og undanfarid er buid ad vera um og yfir 20c og nuna framyfir helgi verdur 25c+. Ekki slæmt haustvedur tad. Gaman ad sja svo hvernig haust litirnir taka sig ut herna i umhverfi Silkeborgar en borgin er mjog skogi vaxin og ætti tvi ad vera skemmtileg litarbrigdi herna a haustin.

Kvedja fra okkur i Dalsvinget, Kristinn


Verð ÆÐSTISTRUMPUR :)

Ég fór á fund með nýja yfirmanninum mínum í morgun og gekk það mjög vel, ég fer semsagt á Næturvaktir 24,5 tíma á viku (vinn viku, frí viku) sem er mjög gott, en það besta er að hún bauð mér að vera vakstjóri á mínum vöktum þá mun ég aðeins fá að hafa stjórnina á mínum vöktum og þess háttar með öðrum orðum  ég verð ÆÐSTISTRUMPUR  á minni vakt hi hi Glottandi ég mun nú samt ekki byrja strax að vera vakstjóri, fæ nátturlega að komast almennilega inn í hlutina fyrst Hlæjandi Ég byrja núna á miðvikudags kvöld og tek þá 2 vaktir fæ svo helgarfrí og tek svo 5 vaktir og svo frí í 7 vaktir og svo mun þetta rúlla áfram, en það er svo fundur 1x í mánuði þar sem vaktaplan næstamánuðar er gert og þá mun ég eitthvað fá að stjórna minni vakt Hlæjandi sem er ekki slæmt. Þetta legst mjög vel í mig og mér líst rosalega vel á yfirbossinn, sem er alls ekki verra Glottandi 

Jæja þá held ég hafi bara ekki meira að segja í bili  kveðja Ragna( ÆÐSTISTRUMPUR) Koss


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband