Föstudagur, 13. október 2006
Margrét lasin :(
Já hún er ENN lasin litla skottið, en nú er hún búin að vera með niðurgang í viku og mikla magaverki með svo í morgun byrjaði hún að kasta upp, og hélt engu niðri, var náföl og mjög slöpp
ákvað ég því að hringja í læknirinn okkar og ætlaði að fá einhver góð ráð, en hún vildi bara fá að sjá hana. Hún var svo slöpp að hún sofnaði í fanginu á mér á biðstofunni en það hefur ALDREI gerst áður. Læknirinn telur að hún sé með einhverja bakteríu síkingu
svo að við þurfum að taka sýni um helgina og fylgjast vel með henni. Vona ég nú að hún hristi þetta af sér sjálf um helgina
Fórum við svo í FÖTEX og keiptum orkudrykki,snakk og kók en það er það sem læknirinn mælti með, svo auðvitað epli og safa,fékk sjúklingurinn svo að velja sér videospólu í verðlaun þar sem hún var mjög dugleg í læknisskoðuninni, fyrir utan smá öskur þegar hún ýtti á vissa staði á kviðnum
litla skinnið. Svo að það verður rólegheita helgi hjá okkur
EN vitið þið hvað ? við höldum að við séum að losna við nágranna okkar JIBBBÍ JEI en þeir sem ekki vita erum við MJÖG óheppin með nágranna , BÖLVAÐAR FYLLIBITTUR ,öskra mikið á hvort annað og fleira þess háttar, og við heyrum allt saman Margrét er skýthrædd við þau. En allavega þá voru þau að bera eitthvað dót í flutningakerru í dag
svo við vonum að þau séu að flytja
En nú held ég að hafi bara ekkert fleira að segja svo ég kveð í bili , kveðja RAGNA
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 12. október 2006
Enn eitt námskeiðið :)
Í dag þurfti ég að mæta á námskeið sem tilheyrir tölvuvinnu ekki beint mitt áhugasvið, en þar sem allt er tölvuvætt í vinnunni er nauðsinlegt að kunna á kerfið. Þetta gekk nú ágætlega en það getur verið að við þurfum að mæta aftur og fara betur í þetta
hin sem er með mér á næturvöktunum er líka nýbyrjuð og hún hefur ALDREY komið nálægt tölvum ÚFF ÚFF svo að það er eins gott að ég hafi náð að festa eitthvað í minninu í dag
Annars átti ég bara fínan dag heima að gera það sem ég NENNI ekki að gera í vinnuvikum = þvo þvott og þess háttar svo á að þrífa á morgun
En þeir sem þekkja okkur vita að þvottahúsið er BANN svæði fyrir Kristinn þar sem ég vill að fötin fái að halda sínum lit
annars er hann duglegur að halda fínu og rykmoppar og þessháttar þegar ég á vinnuviku
svo er Margrét orðin svakalega dugleg í heimilisverkunum, hún heldur sínu herbergi í röð og reglu og fær 5 krónur danskar á viku fyrir, svo stakk hún SJÁLF uppá því að hún tæki alltaf útúr upþvottavélinni, var það samþikt og hún fær þá 10 krónur á viku
Hún verður alveg ÆF ef ég voga mér að taka sjálf úr vélinni (fyrir hverju ætli hún sé að safna ???)
Annars var fyrsti úlpudagurinn í dag en Margrét fór í úlpu og húfu í skólann í morgunn = KOMIÐ HAUST Biðjum að heilsa öllum Klakanum Familien Dalsvinget 54
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 11. október 2006
Jæja þá er ég komin í frí :)
Já það er gott að vera komin í smá frí, nóttin í nótt var frekar skrítin vegna þess að kallkerfið hjá okkur var bilað sem þýðir það að gamlafólkið gat ekki hringt á okkur ef eitthvað var að
við þurftum þess vegna að taka EXTRA rúnta og kíkja á ALLA, því margir eru jú með astma og hjartveikir og þess háttar þess vegna er nauðsynlegt að kikja inn x3 á nóttu þegar kerfið er bilað. Við máttum semsagt vera á hlaupum í nótt, en allir sváfu vært og rótt,og sem betur fer kom ekki neitt alvarlegt uppá
Svo er nú prinsessan á bænum búin að vera heima í gær og í dag því hún er búin að vera tæp í maganum, og þá er nú ekki hægt að senda hana í skólann = ekki mikill svefn hjá mér, en þið sem þekkið Margréti vel vitið að hún er nú dugleg að dunda sér svo að ég gat nú dormað
svo er hún nú með bæði CARTOON NETWORK og DISNEY CHANNEL sem kemur sér VEL þegar svona er. Svo að í morgun var góði svefnsófinn okkar notaður sem rúm og ég HRAUT þar meðan hún kikti á tv og video
en hún er nú að hressast og getur farið í skólann á morgun.
Ég var að fá jólaföndur bók í pósti svo að nú getum við farið að byrja að föndrast fyrir jólin, fékk fullt af góðum hugmyndum við fyrstu skoðun það er svo gaman að föndra, sérstaklega fyrir jólin. Svo þarf að fara að hanna jólakortin og byrja á þeim , það tekur nú sinn tíma að skrifa 50 jólakort
en við erum ekki alveg búin að ákveða í hvaða formi þau verða í ár, svo þið verðið bara að bíða og sjá.
Jæja verið DUGLEG að KVITTA í GESTÓ það er svo gaman að vita hver er að kikka á síðuna það er ekki það að við séum eitthvað forvitin HE HE HE HE
Við sendum ykkur öllum KNÚS OG KRAM héðan úr DK.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 9. október 2006
Hæ Hæ
Jæja og já þá er 1. vinnuhelgin búin, feðginin voru rosalega busy að leika sér og hafa það kósý svo ég gat sofið vel á milli vakta reyndar fékk Margrét eitthvað í magann á föstudagsdkvöldið svo að hún fór ekki á Fimleikaæfingarhelgina
en hún var bara slöpp og illt í maganum, en svona er þetta. Hún er búin að jafna sig og fór hress og kát í skólann í morgun
svo sótti Kristinn hana og svo hélt hann til vinnu á kvöldvakt , þannig að við munum hittast í útidyrunum í kvöld (hann að koma ég að fara) en það eru nú bara 2 vaktir eftir af þessari törn það verður GOTT að fá smá frí.
Jæja held að þetta sé nú bara kokmið í bili bið að heilsa ykkur, Ragna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 6. október 2006
Komin Helgi.
Jæja nú er loks komið helgar frí hjá mér (Kristinn)e
Ekki eru samt allir í Familiunni svona lukkusamir, því Húsmóðirinn á Vakt um helgina. Við Margrét ætlum að eiga góða helgi saman og leika okkur svolítið. Hún var nefnilega að kvarta yfir að ég léki mér ekki nóg. Við ætlum að sjá hvort ekki sé hægt að leika með Lego, Dýr og Barbie allt í einu????
Annars á hún að mæta á Dansæfingar helgi/prógram í fimleika hópnum sínum. Allar stelpurnar í fimleikafélaginu mæta og hafa gaman saman. Svo verður bara slakað á, Sunnudags maturinn verður Lambalæri "ala" Mamma (frá NEW ZEALAND) með brúnuðum kartöflum og tilheyrandi. (NAMMMMMM)
Annars erum við að fá Loksins Haust veður núna og hitinn er kominn í aðeins 12-15c og það rignir nokkuð (minnir einna helst á EKTA ÍSLENSKT sumar). Erum búinn að vera einstaklega heppin það sem af er sumri. Þvílíkir hitar og sól. Það verður erfitt að snúa heim héðan af vegna þess að maður gæti aldrei notað allar þessar stuttbuxur á ævinni heima á skerinu. (búinn að kaupa aðeins af þeim)
Jæja bið að heilsa og vonandi hafið þið það sem best.
Familian Dalsvinget
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)