Mánudagur, 30. október 2006
HÆ HÓ ALLIR SAMAN !
Við familian áttum mjög fínan dag í gær, vorum heima að gera jólakort og fórum svo í göngutúr í skóginum og mynduðum haustlitina sem orðnir ansi flottir.
Margrét fór svo í skólann í morgun og var tekið rosalega vel á móti henni, KNÚSUÐ fram og til baka sem henni finnst nú ekki slæmt HE HE Hún átti erfitt með að sofna í gær þar sem henni hlakkaði svo til að fara í skólann
þetta segir okkur Kristni að henni líður vel í skólanum og er ALSÆL þar með öllum krökkunum.
Ég fór svo í hnykk í morgun og gekk það nú bara ágætlega. Það rignir DUGLEGA á okkur núna en enn er ágætur hiti eða 13c svo á nú að kólna þegar líða fer á vikuna, það er spáð 5c og slyddu brbrbrbr.
Jæja nú man ég ekki eftir fleiru að segja ykkur, Bæjó í bili
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 28. október 2006
FARIÐ í MOLL (Peningar hverfa ef ekki að er gáð)
Já í dag fórum við til Herning og skoðuðum nýja Mollið í bænum. Þetta er svona meðal stórt með nokkuð gott og fjölbreytilegt úrval af verzlunum. Við örkuðum búð í búð og skoðuðum ýmislegt. Keyptum efni í jólakort og svo var fengið sér að éta. Meira að segja Bangsi fékk að fara með, ekki hægt að skilja loðna fjölskyldumeðlimin alltaf eftir heima. Svo var farið heim og fengið sér kaffi og kaffibrauð og slakað á eftir allt röltið og ég (Kristinn) var líka þreyttur eftir að hafa haldið svona fast í veskin okkar.
Á morgun verður slakað á og Margrét fer svo LOKS aftur í skólan á Mánudag. Henni er farið að hlakka til að hitta stelpurnar aftur og leika sér með þeim.
Jæja hafið það sem best, Kveðjur frá Haustinu í DK. Familien Dalsvinget.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 26. október 2006
ÓVÆNTUR PAKKI !!
Hún Margrét fékk óvæntan pakka frá bekknum sínum í dag allar stelpurnar höfðu teiknað mynd handa henni og límt lifandi blóm á rosa flott
svo var pakki frá kennaranum sem voru 2 bækur , 1 gátu og verkefna bók og svo svona skrifbók og svo var líka litakassi
Hún var ekkert smá glöð og hissa
á að allar stelpurnar væru að hugsa til sín HE HE. Okkur fannst þetta þvílíkt sætt af þeim og kennarinn hafði líka skrifað kort og batakveðjur á stórt kort. Við sendum kennaranum EMAIL og þökkuðum fyrir stelpuna. En ég (Ragna ) var einmitt að skoða mailið okkar þegar ég rakst á mail frá kennaranum um hvort að pakkinn hafi skilað sér , ég fór semsagt út og athugaði og viti menn það hékk poki með öllu fíniríinu utan á hurðinni
skemmtilegt fyrir Margréti að fá svona óvænt frá stelpunum ,hún er líka farin að sakna þeirra mikið enda ekki hitt þær í rúmar 2 vikur, svo hún er spennt að mæta á mánudaginn
Hún er nú öll að hressast og borðaði VEL í hádeginu, og er nú að leika sér í herberginu sínu , með strumpana sína sem eru MJÖG vinsælir þessa dagana
Jæja bið að heilsa ykkur í bili Ragna
Já og það er spáð STORMI í kvöld 25 metra á sekúntu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 25. október 2006
Margrét komin heim :)
Já við vorum útskrifaðar í dag, blóðprufur sýndu að þetta var sýking og smávægilegar magabólgur sem var að hrjá prisnsessuna okkar. Hún er nú að vinna á þessu en það tekur sinn tíma
hún er komin með smá lit í kynnarnar aftur en fær verkjaköst í magann þegar hún er búin að borða
en þetta er nú allt að lagast. Hún var vel rannsökuð og á föstudag fáum við fleiri svör og vonandi hvað hefur valdið sýkingunni. Svo á að endurtaka blóðprufurnar eftir mánuð og svo eigum við að mæta aftur á barnadeildina 4 des í viðtal og skoðun. Hún stóð sig eins og HETJA í þessu öllu saman
en var MJÖG hrædd við sprauturnar sem er kannski ekkert skrítið þetta var ágætismagn af blóðprufum sem var tekið
Nú er hún kát að vera komin heim og er búin að koma sér fyrir í sófanum með pabba sínum
Næstu daga verður allt í ró og næði á heimilinu og vonandi verður hún sem sprækust sem fyrst.
Takk fyirir kveðjurnar og takk fyrir að hringja Fanney , það er alltaf svo gaman að heyra í þér
kveðja Ragna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 24. október 2006
Margret og Ragna på Sygehus
Ja Margret var bara logd inn til ad rannsaka hana og reyna ad fynna hvad veldur tvi ad hun er buinn ad vera lasin svona lengi. Vid keyrdum upp til Randers Centralsygehus tvi tar er barnadeildin fyrir nagrenid. (55km). Tarna var vel tekid a moti okkur og hun næstum strax skrad inn og skodud. Svo skildi eg vid tær seinnipartinn i gær (manudag). Ragna fekk rum inna stofuna vid hlid Margretar og tær verda tarna lika næstu nott (adfaranott midvikudags) Vonandi verda læknarnir einhvers visari og Margret greyid lagist i maganum.
Eg for heim og sinti hundinum og svo var eg a kvoldvakt i dag. Tad er voda tomlegt i kofanum tegar konurnar minar eru ekki til ad skapa læti og svoleidis.
Jæja bid ad heilsa og hafid tad sem best. Kristinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)