Föstudagur, 5. mars 2010
Lokafærsla hér
Ferðalagið gekk allt saman vel og komumst við klakklaust heim :) ég sit hér á Brautarhóli Kristinn er að vinna Margrét er með vinkonu í heimsókn og strákarnir sofa úti.
Margrét byrjaði í skólanum í gær og eignaðist strax 2 vinkonur og eru þær búnar að vera hér að leika í allan dag en það er frí í skólanum á föstudögum LÚKSUS bara í sveitinni HEHE Bjarni Harald heimsótti leikskólann í dag og leist svo vel á að hann vildi ekkert heim aftur hann byrjar svo í aðlögun á mánudaginn. Mér líst rosa vel á leiksólann og erum við bara alsæl með þetta allt saman. Það er frábært hvað krakkarnir eru að aðlagast vel :)
Gámurinn kemur svo vonandi í næstu viku og þá er bara að koma sér fyrir og gera kósý :) tengdó eru búin að gera voða kósý hjá sér í "gamla"bænum en eru ekki flutt enn en gera það líklegast bara þegar gámurinn kemur.
Við erum komin með GSM Kristinn 896 7003 Ragna 896 7004 Margrét 84489888 svo sláið bara á þráðinn :)
Bæjó
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 15. febrúar 2010
Margrét sjónvarpsstjarna :0)
já já hún Margrét Svanhildur var í sjónvarpinu í gær, en handboltaliðinu hennar var boðið að ganga inn á völlinn með spilurunum hér í Silkeborg í stórum leik hún fékk eiginhandaráritanir á handboltaskóna sína og var sko bara í sínu stóra essi þegar hún kom heim
Annars var ég nú á spítala alla síðustu viku , en þegar ég vaknaði á mánudaginn fann ég ekki fyrir vinstri hliðinni í líkamanum ég hélt nú að þetta myndi ganga yfir og var hér í rólegheitum með Símoni og svo lagði ég mig með honum í 3 tíma og þegar við vöknuðum var ég = lömuð í vinstri hliðinni
ég hringdi í Kristinn og hann hringdi á slysó sem sendi sjúkrabíl eftir mér, ég lá svo á taugadeildinni í Aarhus alla vikuna en fékk að fara heim á föstudag en er ekki útskrifuð þar sem ég er að bíða eftir myndatöku, það er LANGUR biðlisti í þessa myndatöku og sagði ég við þá að ég gæti ekki legið þarna og beðið þar sem ég er nógu hress til að vera heima þá vil ég það jú helst. Ég er núna að bíða eftir að þeir hringi í mig og láti mig vita hvort ég fæ að vera heima eða hvað
ég var annars rannsökuð bak og fyrir og öll þau svör sem eru komin komu vel út
Þetta var nú ekki alveg það sem við þurftum núna í flutningunum en við verðum bara að vona að ég fái að vera heima. Kristinn var heima með Símon alla vikuna og fór að vinna í morgun Margrét er heima í vetrarfríi alla þessa viku og hún getur jú hjálpað mér ef þarf
Annars gengur bara vel að pakka og er Kristinn búinn að vera þvílíkt duglegur kassarnir eru orðnir 85 svo það er hægt að segja að við eigum eitthvað af dóti HEHE an það er nú ekki svo mikið eftir ætli við flytjum ekki með 100 kassa og poka
Jæja best að leggjast á sófann meðan Símon sefur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Föstudagur, 29. janúar 2010
Halló allir !!
Ákvað að gefa mér tíma og skrifa nokkrar línur hér, þó það sé nú mest lítið í fréttum þá þarf maður nú að láta vita af sér
Snjórinn er ekki farinn enn þó það hafi ringt á þriðjudaginn þá var það ekki nóg til að snjórinn færi það er líka enn kallt eða frá 0 til - 3 á mánudaginn var nú samt - 13 BRBRBRBR
Allir eru hressir og kátir fyrir utan smá nefrennsli hjá gaurunum en það fylgir nú bara kuldanum held ég Bjarni Harald er alltaf jafn ánægður hjá Tinu "nýju" dagmömmunni og er hann farinn að tala heilan helling réttast sagt stoppar hann ekki HEHE hann er orðinn spenntur að fá afa Halla og ömmu Tótu en við erum búin að segja honum að þau koma með flugvélinni og svo förum við með þeim, um daginn horfði hann spurningar augum á mig og sagði " Halli koma núna? " ég alveg neiei elskan hann kemur ekki í dag þá dæsti hann og sagði" Halli koma núna í dag ...ekki bíða " HEHE Símon Mikael er duglegur að skoða heiminn á 4 fótum og er duglegur að safna kúlum og marblettum á hausinn þar sem hann stendur upp við allt og heldur að hann geti labbað líka án þess að styðja sig við HEHE Margrét Svanhildur hefur nóg að gera í skólanum og handboltanum og sundinu og vinkonunum og er bara hin hressasta hún er orðin voða spennt að koma heim til Íslands
Flutningsundirbúningur er í fullum gangi og hlaðast kassarnir upp , við erum búin að bóka lest til Köben og hótel í Köben nóttina áður en við fljúgum nú vantar bara að bóka bed and breakfast eina nótt hér í Silkeborg þá eru þau mál klár það eru akkurat 4 vikur í dag þar til við setjum í gáminn svo þetta fer að bresta á
Við erum að fara í matarboð hjá foreldrum Jóhönnu "bestu vinkonu Margrétar" í kvöld og er svo búið að bjóða Margréti að gista þar svo það verður stuð hjá þeim
Jæja læt þetta duga í bili bæjó
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 11. janúar 2010
Hellú hellú
Mig langar að byrja á að óska Bylgju og Sigfús ynnilega til hamingju með prinsinn sem fæddist á laugardaginn , sjáumst á laugardaginn
Bjarni Harald er búinn að heimsækja slysó í fyrsta skipti, en hann datt hjá dagmömmunni á föstudaginn þar sem hann var að príla á hillu, að sjálfsögðu þurfti hann svo að lenda á eitthverju dóti og beit því gat í gegnum neðri vörina ég fór með hann á slysó þar sem þetta var þrifið vel og vandlega en annað er ekki hægt að gera við svona, hann stóð sig eins og hetja og fékk meira að segja ís hjá lækninum svo hann var bara hæstánægður með þessa slysóför sína
hann er síðan búinn að líta út eins og andrés önd með bláan gogg um helgina en þetta er allt saman að gróa
Við erum bara að pakka á fullu og er kominn stór og stæðileg kassa stæða í hornið á stofunni
Það er enn snjór og kallt hjá okkur og sér víst ekkert fyrir endan á því á næstunni, Margrét er alsæl með snjóinn og er búin að vera úti að renna sér alla helgina með Cecilie vinkonu sinni en hún gisti hér alla helgina og var svaka stuð á þeim skvísunum :0)
Jæja læt þetta duga í bili bæjó
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 1. janúar 2010
Gleðilegt nýtt ár !
Gleðilegt ár kæru vinir og ættingjar. Og elsku Linda ynnilega til hamingju með afmælið í dag
Við erum búin að hafa það rosalega gott hér í danaveldi yfir hátíðarnar, bara rólegheit,göngutúrar, hangikjetsát og nóakonfekt í skál pakkaflóðið var svo mikið að það tók rúma 2 tíma að opna þetta allt saman, krakkarnir fengu rosa fínar gjafir og voru í skýjunum með kvöldið
við fengum HVÍTJÓL og var bara nokkuð mikill snjór og er enn. Við áttum rólegt og gott kvöld í gær, horfðum á íslenska skaupið, sprengdum smá rakettur,skáluðum við Margréti og svo bara í rúmið
Við erum búin að kaupa flug heim og komum við þann 28 febrúar mamma og pabbi koma 21 febrúar og förum við svo öll saman heim
við erum aðeins byrjuð að pakka svo þetta er bara allt að gerast
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)